Ávarp forstjóra

Örn Guðmundsson

Skuldbinding til framtíðar

Við finnum fyrir áhuga á sjálfbærni hjá viðskiptavinum og hagsmunaaðilum og sem eitt af stærri fyrirtækjum landsins í hönnun og ráðgjöf gegnum við mikilvægu samfélagslegu hlutverki.

Mannvit leggur áherslu á að sjónarmið sjálfbærni séu samofin allri starfsemi fyrirtækisins, stefnumótun og daglegum ákvörðunum. Við viljum sýna gott fordæmi með því að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til ábyrgðar í verki. Við höldum áfram að styðjast við alþjóðleg viðmið um umhverfis- og félagslega þætti og stjórnarhætti í rekstri og í ár birtum við í fyrsta sinn upplýsingar samkvæmt UFS vísum Nasdaq.

 

Við styðjum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Á árinu 2019 voru settar á laggirnar vinnustofur um heimsmarkmið SÞ með öllu starfsfólki Mannvits þar sem hvert svið valdi sínar áherslur. Niðurstaðan var að fyrirtækið í heild mun leggja áherslu á 14 af 17 heimsmarkmiðum SÞ.

„Við finnum fyrir áhuga á sjálfbærni hjá viðskiptavinum og hagsmunaaðilum og sem eitt af stærri fyrirtækjum landsins í hönnun og ráðgjöf gegnum við mikilvægu samfélagslegu hlutverki.“

Umhverfið okkar er sífellt að þróast í nýjar áttir sem felur í sér spennandi tækifæri en jafnframt ógnir sem vert er að huga að. Við finnum fyrir áhuga hjá viðskiptavinum og hagsmunaaðilum á sjálfbærni og sem eitt af stærri fyrirtækjum landsins í hönnun og ráðgjöf gegnum við mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Við teljum því nauðsynlegt að endurmeta í sífellu hvar við getum gert betur og leggja línurnar fyrir framtíðina. Við nálgumst öll verkefni með sjálfbærni að sjónarmiði og hugum meðal annars að því að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag, nýta auðlindir á ábyrgan hátt, takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og skapa öruggar, visthæfar og hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini sem skila þeim ábata til framtíðar.

 

 

Framundan eru spennandi en krefjandi tímar. Starfsfólk okkar er samhentur hópur sem sinnir störfum sínum af mikilli fagmennsku. Ég er þess fullviss að þau muni leggja sig í hvívetna fram um að veita afburða þjónustu til viðskiptavina okkar og hagsmunaðila og þannig getum við öll lagt okkar af mörkum í fjárfestingu framtíðarinnar.