Jákvæð þróun í umhverfismálum


Eitt af helstu markmiðum Mannvits í umhverfismálum er að draga úr sóun auðlinda í rekstri fyrirtækisins og ná kolefnishlutleysi. Árlega eru sett metnaðarfull markmið um notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins. Mannvit er með vottað umhverfisstjórnkerfi samkvæmt ISO 14001 og hefur til samræmis við það sett sér umhverfisstefnu og vaktar þýðingarmikla umhverfisþætti.

Árið 2019 dróst heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins saman um 3% frá fyrra ári en meðallosun á starfsgildi jókst lítillega. Til móts við þá losun sem ekki næst að draga úr, kolefnisjafnar Mannvit hluta af losun sinni í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Rafmagnsnotkun fyrirtækisins dróst saman um 5% en jókst lítillega á hvert starfsgildi. Þá dróst eldsneytisnotkun á bílum fyrirtækisins saman um 17% fyrir hvern ekinn kílómetra þó fjöldi ekinna kílómetra stæði í stað frá fyrra ára. Umhverfisvænir bílar eru 19% af bílaflota fyrirtækisins.

 

 

„Árið 2019 taldi 47% starfsfólks sig hafa komið að verkefnum sem taka mið af sjálfbærni sem er 15% hækkun frá fyrra ári.“

Mannvit nálgast verkefni með sjálfbærni að sjónarmiði. Dregið er eins og hægt er úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag. Hugað er að því að nýta auðlindir á ábyrgan hátt, takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og skapa öruggar, visthæfar og hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini sem skilar ábata til framtíðar. Árið 2019 taldi 47% starfsfólks sig hafa komið að verkefnum sem taka mið af sjálfbærni sem er 15% hækkun frá fyrra ári. Það staðfestir að Mannvit er á réttri braut og verður sömu stefnu fylgt áfram.

 


"Við ætlum að halda áfram að innleiða sjálfbærni í ráðgjöf og hönnun"

 

Fyrirtækið er ekki með virkt loftslagseftirlit eða stjórn á loftslagsáhættu en leggur upp með að öll ráðgjöf og hönnun sem Mannvit veitir viðskiptavinum sínum taki mið af sjálfbærni og þar með mögulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Fyrirtækið er árlega með fjölda þróunarverkefna í gangi innanhúss sem meðal annars taka á orkuskiptum og bættri nýtingu auðlinda

ESG frammistöðuvísar

Vísir Mælikvarði 2019 2018
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 1 - tCO2 ígildi 75,8 75,1
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 2 - tCO2 ígildi 6,3 6,3
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 3 - tCO2 ígildi 82,6 87,7
E2. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð - tCO2/starfsgildi 0,79 0,75
E2.  Heildarlosun lofttegunda annarra en gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn beinnar orkunotkunar - MWst á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn óbeinnar orkunotkunar - MWst 710,7 750,0
E4. Bein heildarorkunotkun miðað við úttakstærð - MWst 3,4 3,3
E5. Hlufall orkunotkunar eftir tegund orkuframleiðslu í prósentum 28%/72% 28%/72%
E6. Heildarmagn af vatni sem er notað - m3 29.574 32.753
E6. Heildarmagn af vatni sem er endurheimt - m3 0,0 0,0
E7. Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu? Já/Nei
E7. Fylgir fyrirtækið þitt tilteknum stefnum fyrir úrgang, vatn, orku og/eða endurvinnslu? Já/Nei
E7. Notast fyrirtækið þitt við viðkennt orkustjórnunarkerfi? Já/Nei Nei Nei
E8. Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei Nei Nei
E9. Hefur æðsta stjórnunarteymi þitt eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei Nei Nei
E10. Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu eða vöruþróun á.e.v. á.e.v.

 

* á.e.v: Á ekki við