Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Við leggjum áherslu á að sýna gott fordæmi í rekstri okkar og viljum vera leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.

Við höldum áfram að vinna eftir viðmiðum Global Compact og tileinkum okkur markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við stefnumörkun og markmiðasetningu. Ár hvert setjum við okkur metnaðarfull markmið á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar og birtum árangur síðasta árs. Við teljum mikilvægt að vera í góðum samskiptum við fjölbreytta hagsmunaaðila fyrirtækisins og er útgáfa sjálfbærniskýrslu liður í því að miðla áherslum Mannvits til bæði innri sem ytri hagsmunaaðila.

 

Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun 

Mannvit leggur áherslu á 14 af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 

 

Mannvit leggur áherslu á að skapa heilnæmt umhverfi og góða innivist í þeim hönnunarverkefnum sem fyrirtækið kemur að. Samhliða því stuðlar Mannvit að góðri heilsu starfsfólks með hinum ýmsu verkefnum og styrkjum. 

Mannvit byggir rekstur sinn á hugviti starfsfólks, leggur áherslu á fræðslu tengda sjálfbærni og býður upp á endurmenntun auk þess að vera með fjölda opinna kynninga til að miðla þekkingu sérfræðinga sinna og bjóða nemum starfsnám.

Jafnrétti kynjanna og jafnræði hefur verið stefna fyrirtækisins í lengri tíma. Mannvit hafnar allri mismunun og stuðlar að fjölskylduvænum vinnustað.

Mannvit kemur að hönnun og ráðgjöf veitumannvirkja og mælingu vatnsgæða sem miðar að því að tryggja heilnæmt vatn og draga úr líkum á mengunarslysum.

Mannvit leggur hugvit og þekkingu til framleiðslu endurnýjanlegrar orku og hefur komið að hönnun fjölda vatns- og jarðvarmavirkjana, bæði hérlendis sem erlendis. Mannvit leggur sitt af mörkum til framleiðslu hreinnar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Mannvit velur starfsfólk byggt á hæfileikum, metnaði og persónueinkennum. Mannvit hvetur starfsfólk sitt til að sýna frumkvæði og koma með nýjar hugmyndir að verkefnum.

Mannvit leggur áherslu á nýsköpun og þróun í starfsemi sinni. Með öflugri nýsköpun vill fyrirtækið geta mætt þörfum framtíðarinnar með sjálfbærum hætti.

Mannvit veitir ráðgjöf sem stuðlar að aukinni sjálfbærni samfélagsins og horfir til nýrra leiða í mannvirkjagerð og samgöngum. Þá kemur Mannvit að BREEAM sjálfbærnivottun fyrir skipulag

Í allri hönnun Mannvits er hugað að notkun auðlinda og að takmarka úrgang með það markmið að ýta undir ábyrga neyslu. Jafnframt horfir fyrirtækið í eigin barm og hugar að þessum atriðum í rekstri fyrirtækisins.

Mannvit leggur áherslu á að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækisins sem og í verkefnum fyrirtækisins. Mannvit er áhættumiðað fyrirtæki og hugar að mögulegum breytingum í umhverfinu sökum loftslagsbreytinga við hönnun og ráðgjöf.

Við efnisval, úrgangsmeðhöndlun og hönnun veitumannvirkja er hugað að því að koma í veg fyrir mengun í sjó.

Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting vistkerfa er höfð að leiðarljósi við ráðgjöf. Mótvægisaðgerðir, sem eru lagðar til, leggja áherslu á endurheimt og sjálfbæra nýtingu vistkerfa.

Framkvæmdastjórn Mannvits leggur áherslu á gagnsæi og ábyrgan rekstur þar sem mútum er hafnað og alþjóðlegum lögum og reglum er fylgt.

Samvinna og góð samskipti er besta leiðin til að ná árangri og stuðla að sjálfbærri þróun.